Olína:Kvótakerfið ekki stokkað upp fyrir næsta fiskveiðiár!

Kvótakerfið verður ekki stokkað upp fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst fyrsta september en hins vegar verður áætlun um fyrningaleiðina líklegast lögð fram áður en það hefst 1. september. þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.

Hún segir aldrei hafa staðið til að leggja fram frumvarp fyrir þetta þing sem er að ljúka núna. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem er í gildi þá stóð til að gera áætlun um innköllun og endurúthlutun aflaheimilda fyrir 1. september og hún hafi enga ástæðu til að halda annað en að það takist.(ruv.is)

Þessi frétt er furðuleg.Það var búið að boða að fyrningarleiðin kæmi til framkvæmda 1.september n.k. Það var loforð stjórnarflokkanna.En nú virðist sem ekki eigi að standa við það.Erfitt er að átta sig á því hvað Olína meinar með áætlun um fyrningarleið.Við þurfum ekki áætlun.Við þurfum framkvæmdir.Það á að byrja innköllun veiðiheimilda 1.september n.k. En það á ekki að leggja fram áætlun.Þjóðin á að taka veiðiheimildirnar í sínar hendur strax í haust.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband