Stórt svindl:Al Thani fékk 6,5 milljarða fyrir að lána nafn sitt.Kaupþing borgaði

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjórar Kaupþings á Íslandi og í Lúxemborg, skipulögðu og stjórnuðu leikfléttunni um kaup Al-Thanis á fimm prósenta hlut í bankanum.

Þetta er rakið í umfjöllun DV í dag og vitnað í skýrslu sérstaks saksóknara. Málið er ein helsta ástæða þess að Hreiðar Már og Magnús voru settir í gæsluvarðhald.

Vitnisburður Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækjasviðs Kaupþings varpar skýru ljósi á atburðarásina. Hann segir að það hafi ekki farið fram hjá sér að undarlegir hlutir hafi átt sér stað og því hafi hann átt frumkvæði að því að leita til skilanefndar.

Fram kemur að mikil áhersla hafi verið á að leyna lánveitingu til Ólafs Ólafssonar í Samskipum og að svo yrði að líta út sem Al-Thani væri einn að kaupa fimm prósenta hlutinn í Kaupþingi. Al Thani þurfti aldrei að leggja fram neina peninga vegna þessara kaupa en fékk hins vegar 50 milljónir dollara eða sex og hálfan milljarð króna fyrir lána nafn sitt í fléttuna.

Í samtali Halldórs við starfsmann innri endurskoðunar bankans kemur fram að Kaupþing í Lúxemborg sá um öll skjöl sem tengdust málinu. Leikfléttan er rakin, hvernig félög í eigu Al-Thanis og Ólafs fengu hvort um sig lán upp á þrettán milljarða sem eftir flókna fléttu runnu til kaupa á þessum fimm prósenta hlut.

Í samtalinu kemur skýrt fram að fléttan var til að hylja slóðina og fela að Ólafur ætti helminginn í þessu. Öll fyrirmæli komu frá Magnúsi Guðmundssyni og Hreiðari Má. Brotið er talið varða við almenn hegningalög með umboðssvikum og lög um verðbréfaviðskipti sem varða markaðsmisnotkun. Fléttan hafi í raun verið til að hafa áhrif á verðmæti bankans.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband