Aldraðir og öryrkjar fái 300 þús á mánuði

Starfsgreinasambandið hefur sett fram þá kröfu við atvinnurekendur,að laun hækki í 300 þús kr á mánuði á 3 árum.Þetta er sanngjörn krafa. það lifir enginn mannsæmandi lífi af lægri upphæð á mánuði í dag.Samtök atvinnulífsins hafa að vísu hafnað þessari kröfu.Þeim finnst þetta of hátt enda þótt ráðamenn samtakanna séu með 1-2 milljónir á mánuði.En eins og húsnæðiskostnaður er í dag og miðað við háan rekstrarkostnað við að reka bíl þá eru 300 þús kr algert lágmark sem mánaðarlaun.Lífeyrir aldraðra og öryrkja á samhliða að hækka í 300 þús kr á mánuði.Þetta verður að fylgjast að.Lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun og verkafólk.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæll Björgvin. Ég er að sjálfsögðu sammála þér í þessu. Gylfi Zoega skrifaði grein í fréttablaðið í fyrradag um nauðsyn þess að farið sé yfir alla launataxta í landinu. Það tel ég að eigi að gera. Staðreyndin er sú að ef við horfum t.d. til Noregs þar sem ég bjó þar til fyrir stuttu eru bilið milli launa faglærðra og ófaglægra miklu minna en hér á landi. Ef farið yrði í þessa greiningu á launatöxtunum og staðan uppfærð t.d í samræmi við noreg þyrfti að hækka lægstu launin sem þeir ófaglærðu( iðnverkafólk, skúringafólk o.s.frv) eru á. Niðurstaðan yrði sennilega lágmarkslaun á bilinu 300-350000 kr. Kjör Aldraða og öryrkja byggjast á þessum lágmarkslaunum. Ég myndi leggja til að farið yrði í þessa vinnu á tímabilinu milli kjarasamningalota þ.e. eftir þá samninga sem gerðir yrðu nú í vor. En að sjálfsögðu á að hækka lágmarkslaun í 300000 strax. Það eru engin rök fyrir því að þjóðfélagið fari á hliðina við það.Það er óverjandi að til sé hópur fólks sem lifir af að fara í ruslatunnurnar eða þurfa að taka ofurlán hjá fyrirtækjum til að bjarga sér fyrir horn. Þetta þekkist ekki í nágrannalöndunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2015 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband