Ríkisstjórnin eykur kjaragliðnunina mikið!

Stjórnarflokkarnir lofuðu því báðir fyrir kosningarnar 2013 að  leiðrétta kjaragliðnunina 2009-2013 að fullu.Á þessu tímabili hækkuðu lægstu laun miklu meira en lífeyrir aldraðra.Það þarf að hækka lífeyri um yfir 20% til þess að jafna metin. Stjórnarflokkarnir hafa ekki staðið við þetta loforð.En í staðinn eru þeir nú að stórauka kjaragliðnunina.Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1.mai sl.En lífeyrir aldraðra hækkaði þá ekki um eina krónu! Og ekki nóg með það, heldur verður lífeyrir í frosti út árið eða í 8 mánuði.Þá fyrst hækkar lífeyrir en þá aðeins um 9,4% eða 5,1 prósentustigi minna en laun . Það er haldið áfram á sömu braut og áður  gagnvart lífeyrisþegum. Þeir eru sviknir um eðlilegar kjarabætur. Þess vegna eykst kjaragliðnunin nú enn stórlega en minnkar ekki og leiðréttist eins og lofað var.Það loforð er svikið.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband