Föstudagur, 15. janúar 2016
Sigmundur og Bjarni hlunnfara eldri borgara og öryrkja!
Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir,Sigmundur Davíð og Bjarni til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri?Fengu þeir eitthvað umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir i þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur.Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur.Þessir leiðtogar eru því að svíkja aldraða og öryrkja.
Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og kvaðst ætla að afnema tekjutengingu eldri borgara í almannatryggingum. Hann hefur svikið það loforð. Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð lofuðu einnig fyrir kosningar að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 strax.Sjálfstæðisflokkurinn sagði: Við ætlum að leiðrétta lífeyri aldraðra frá TR til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013.Framsóknarflokkurinn samþykkti svipaða ályktun á flokksþingi sínu. Stjórnarflokkarnir hafa svikið þetta stóra kosningaloforð.Ekkert bendir til þess að þeir ætli að efna það.Þeir eiga því að fara frá völdum.Eina leiðin,sem þeir hafa til þess að komast hjá valdaafsali, er að efna kosningaloforðið og leiðrétta kjaragliðnunina.En það verður þá að gerast strax.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
þeir eiga að vikja og það strax .
Marìa Traustottir (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.