Fá ekki heitan mat um helgar!

Mikil óánægja er meðal eldri borgara,sem borða í Eirborgum í Grafarvogi,þar eð heitur matur er ekki lengur í boði þar um helgar.Í staðinn er þeim boðið að fá heimsendan kaldan mat frá borginni.Þetta er ekki ásættanlegt.

Jón Ásgeirsson tónskáld segir,að þegar hann hafi tekið öryggisíbúð á leigu í Grafarvogi hafi honum verið tilkynnt,að heitur matur yrði afgreiddur í Eirborgum alla daga,einnig um helgar.Við það vill hann,að verði staðið.Ég tek undir það.Þetta mál er einnig félagslegs eðlis.Eldri borgarar,sem snætt hafa saman heitan mat um helgar í Eirborgum vilja halda því áfram og telja það ekki viðunandi lausn að fá sendan kaldan mat heim.Þeir vilja halda félagsskapnum í Eirborgum um helgar eins og aðra daga,auk þess sem það er lystugra að fá heitan mat.Ég tek undir það.

Í Eirhömrum í Mosfellsbæ fá eldri borgarar heitan mat alla daga,einnig um helgar. Hið sama er að segja um félagsmiðstöðina á Vitatorgi. Þar er afgreiddur heitur matur alla daga,einnig um helgar. Og eins á þetta að vera í Eirborgum. Reykjavíkurborg verður að kippa þessu máli í liðinn.Borgin hefur sótt um að vera tilnefnd aldursvæn borg.Hún fær ekki slíka tilnefningu, ef matarmál eldri borgara í Eirborgum eru ekki leiðrétt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband