Framlög Íslands til heilbrigðismála minni nú en á kreppuárunum( sem hlutfall af þjóðarframleiðsu)

Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings heilbrigðiskerfinu er frábært framtak.Undirskriftirnar nálgast nú 50 þúsund.Það er ljóst,að þjóðin vill efla heilbrigðiskerfið og verja meiri fjármunum til þess.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra,sagði á alþingi,þegar málið bar á góma þar,að framlög til heilbrigðismála hér hefðu verið að stóraukast undanfarin ár og þau hefðu aukist meira sl.ár en nokkru sinni fyrr (eitt metið enn!)En hverjar eru staðreyndir málsins? Þær eru þessar:

2006 voru framlög til heilbrigðismála 9,l % af þjóðarframleiðslu,2009 voru þau 9,6 % (á fyrsta ári ríkisstjórnar Jóhönnu),2011 voru þau 9% af þjóðarframleiðslu,2013 voru þau 9,1%,2014 voru þau 8,7% og 2015 voru þau 8,7%. Sigmundur Davíð fer því með rangt mál,þegar hann segir,að  framlög til heilbrigðismála hafi verið að aukast undanfarin ár. Þau hafa verið að dragast saman.

Framlögin eru minni í tíð núverandi stjórnar en á kreppuárunum þegar vinstri stjórnin fór með völd. Og þó framlög hafi aukist eitthvað í krónutölu sl. ár stóðu þau í stað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Það er virkilega leiðinlegt,að forsætisráðherra landsins skuli ekki geta farið með rétt mál.

Samanburður við Norðurlönd lítur svona út:(hlutfall af þjóðarframleiðslu)

Ísland 8,7%

Svíþjóð 11%

Noregur 8,9%

Danmörk 10,4%

Finnland 8,6%.

Ísland er sem sagt í næstlægsta sæti.Er ekki mál til komið,að stjórnarherrarnir komi sér niður á jörðina?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband