Lífeyrir aldraðra frá TR hækki í 321 þúsund á mánuði

Eldri borgarar vilja,að niðurstaða neyslukönnunar Hagstofunnar sé lögð til grundvallar,þegar lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er ákveðinn. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þúsund krónur á mánuði.Engir skattar innifaldir.Við teljum eðlilegt,að lífeyrir hækki í þessa upphæð hjá þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá TR á sama tíma og lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur á mánuði hjá verkafólki. Annar lífeyrir eldri borgara hjá TR hækki samsvarandi.

321 þúsund krónur á mánuði er algert lágmark til framfærslu.Eins og húsnæðiskostnaður er í dag er engin leið að framfleyta sér sómasamlegan á lægri upphæð.Sú upphæð,sem eldri borgarar og öryrkjar hafa í dag frá almannatryggingum dugar engan veginn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband