Listamannalaun 351.500 kr- lífeyrir aldraðra 246 þúsund kr fyrir skatt!

Samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár eru listamannalaun 351.500 krónur á mánuði. Engar skerðingar.En lífeyrir aldraðra og öryrkja er 246 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá einhleypum,185 þúsund eftir skatt hjá hjónabands-og sambúðarfólki.Síðan eru miklar skerðingar hjá öldruðum og öryrkjum og þær eiga að halda áfram þó nýjar tillögur verði samþykktar,verða þá 45% af öllum tekjum,öððrum en séreignalífeyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Listamannalaun eru með öðrum orðum rúmlega eitt hundrað þúsund krónum hærri en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Þannig metur ríki og alþingi sína eldri borgara og öryrkja í samanburði við listamenn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin Guðmundsson. Þakka þér fyrir ötul skrif og agnrýni á kerfið fyrir hönd öryrkja og ellilífeyrisþega. Mig langar að spyrja þig. Ef ríkisstjórnin brýtur bæði Íslensk lög og eins alþjóðalög gagnvart þessum þjóðfélagshópum, af hverju er þetta ekki kært til dómstólanna sem eiga að gæta settra laga á Íslandi og eins til mannréttindadómstólsins? Af hverju?

Paul Ragnar Smith (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband