Margir eldri borgarar nį ekki endum saman!

 

 

 

Ellilķfeyrisžegi kom aš mįli viš mig og sagšist eiga erfitt meš aš lįta enda nį saman.Hann hefur tępar 100 žśsund krónur śr lķfeyrissjóši į mįnuši  en vegna skeršingar į lķfeyri  almannatrygginga   og skattlagningar fęr hann ekki nema  219 žśsund į mįnuši samanlagt frį TR og lķfeyrissjóšnum eftir skatt. Hann er einhleypur.

 

Mannréttindi brotin į öldrušum!

 

Eldri borgarinn į gamlan bķl. Hann getur lķtiš hreyft  bķlinn ; į ekki fyrir bensķni. Hann žarf aš lįta ganga fyrir aš kaupa naušsynleg lyf og fara til lęknis, žegar žörf krefur. Stundum veršur hann aš neita sér um lęknisašstoš eša sleppa žvķ aš leysa śr lyfin. Žetta er dęmigert įstand fyrir hóp aldrašra og öryrkja, sem  hefur lķtinn eša engan lķfeyrissjóš. Žetta er aš sjįlfsögšu mannréttindabrot og gengur gegn 76.grein stjórnarskrįrinnar .Félag eldri borgara hefur sagt frį žessu įstandi um nokkurra įra  skeiš. En žaš hreyfir ekki viš rįšamönnum. Žeir ašhafast ekkert. Žeir viršast kęra sig kollótta um žaš žó ekki sé unnt aš framfleyta sér af žeim lįga lķfeyri, sem almannatryggingar skammta öldrušrušum og öryrkjum. Rįšherrarnir guma bara af góšri stöšu žjóšarbśsins og góšum hag rķkissjóšs!Einstaka sinnum lįta žeir vinsamleg orš falla um aš žeir muni athuga mįlin.En lengra komast žeir ekki.

 

Afnema žarf tekjutengingar!

 

Žaš žarf aš gera tvennt til žess aš breyta žessu įstandi :1) Žaš žarf aš afnema tekjutengingar eins og fjįrmįlarįšherra,Bjarni Benediktsson , lofaši  2013, fyrir kosningar aš gera, ef hann kęmist til valda. 2)Žaš žarf aš stórhękka lķfeyri žeirra, sem ašeins hafa tekjur frį almannatryggingum . Samkvęmt tillögum um breytingar į almannatryggingum, sem liggja fyrir, hękkar lifeyrir ekki um eina krónu hjį framangreindum hópi. Samt liggur žaš fyrir, aš upphęš lķfeyris dugar ekki til framfęrslu.Žį er žaš furšulegt,aš samkvęmt nżju tillögunum fellur grunnlķfeyrir nišur hjį nokkur žśsund eldri borgurum..Eldri borgurum tókst aš knżja žaš fram,aš grunnlķfeyrir yrši endurreistur en žaš stendur ekki lengi, ašeins til įramóta.Lķfeyrisgreišslur eiga aftur aš skerša grunnlķfeyri

Rįšherrar ašgeršalausir.

Hvaš er til rįša? Rįšherrar  hlusta ekki į eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka žeir ekkert tillit til óska žeirra um kjarabętur.Nś eru kosningar ķ nįnd. Ef til vill hlusta rįšamenn betur af žeim sökum. Nęstu mįnušir munu skera śr um žaš hvort rįšamenn veiti öldrušum og öryrkjum nęgar kjarabętur eša hvort grķpa verši til nżrra rįša til žess aš knżja fram žęr kjarabętur,sem dugi.

 

Björgvin Gušmundsson

višskiptafręšingur

(Fréttablašiš)

www.gudmndsson.net

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband