Öll nágrannalöndin með betri almannatryggingar en við!

Um skeið hrósuðu Íslendingar sér af því að vera með betri almannatryggingar en nágrannalöndin.En það er löngu liðin tíð. Í dag eru öll nágrannalönd okkar með miklu betri almannatryggingar en við.Til dæmis eru öll norrænu löndin nema Finnland með þrefalt hærri grunnlífeyrir en við og hið sama er að segja um Bretland. Í Finnlandi er grunnlífeyrir tvöfalt hærri en hér.Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri í grannlöndunum en hérna. Til dæmis er heildarlífeyrir 70% hærri í Noregi en hérna. Í Noregi fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna.Eina skilyrðið er að hafa búið 3 ár í landinu.

Mörg lönd veita eldri borgurum skattfríðindi. Í Noregi er ellílífeyrir skattfrjáls.Það er nokkuð annað en hér,þar sem eldri borgarar mega sæta bæði skattpíningu og skerðingu lífeyris við minnstu tekjur. Ríkið seilist í sparipeninga eldri borgara.Þeir mega ekki eiga nokkrar krónur í banka eftir ævisparnað. Nei þá skerðir ríkið lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna vaxtatekna.Það getur verið varasamt fyrir eldri borgara að skipta um íbúð (minnka við sig).Ef þeir leggja andvirðið i banka á meðan þeir leita að minni íbúð  hrifsar ríkið hluta af aurunum,sem eru í bankanum og senda bakreikning ,ef þetta hefur ekki verið áætlað fyrirfram. Þannig er sama hvar borið er niður. Kerfið er fjandsamlegt eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Magnússon

Það væri fróðlegt að fá einhvern til að athuga hver grunnlífeyrir almannatrygginga var í upphafi og hvernig han hefur þróast því var það ekki eins og í Noregi að allir skyldu fá grunnlífeyri án tillits til tekna?  Er það rétt tilfinning mín að þessu hafi smátt og smátt breytt efir stofnun lífeyrissjóða á almenna vinnumarkaðnum og dregið úr greiðslu frá almannatryggingum vegna væntanlegra greiðslna úr lífeyrissjóði?

Lífeyrissjóðirnir voru fjármagnaðir með greiðslu frá atvinnurekendum og launþegum og hefðu átt að vera viðbót en ekki skerðing á grunnlífeyri almannatrygginga eins og raunin virðist hafa orðið.

Til að almenningur og stjórnmálamenn í dag, ekki síst þingmenn, átti sig á því hvað var verið að tryggja með grunnlífeyri almannatrygginga og hvernig forverar þeirra hafa lækkað greiðslur grunnlífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.  Með því var verið að svíkja upphafleg markmið almannatrygginga, sem fjármagnaðar eru af almannafé, m.a. skattgreiðslum þeirra íslendinga sem áttu seinna að njóta, en nágrannaþjóðir okkar virðast ekki hafa farið eins að varðandi sína skattborgara.

Jón H. Magnússon

Jón Halldór Magnússon, 15.7.2016 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband