Hvaða flokkar standa með öldruðum og öryrkjum?

Hvaða flokkar standa með kjarabótum til handa öldruðum og örykjum í næstu kosningum? Það er spurningin,sem aldraðir og öryrkjar þurfa að svara fyrir næstu þingkosningar.Einnig má spyrja: Hvaða frambjóðendur vilja styðja bætt kjör aldraðra og öryrkja.Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að kjósa aðra frambjóðendur eða flokka en þá sem vilja bæta kjör þeirra. Og best er að láta reyna á þetta strax og þing kemur saman í ágúst.Reynslan af loforðum er ekki góð,a.m.k. ekki af loforðum,sem núverandi stjórnarflokkar gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Þau loforð voru flestöll svikin og hafa ekki verið efnd enn í dag.

Ekki er unnt að trúa neinum nýjum loforðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um bætt kjör aldraðra og öryrkja.Þessir flokkar verða að láta verkin tala í kjaramálum aldraðra og öryrkja á þeim stutta tíma,sem eftir er af þinginu. Að mínu mati verða þessir flokkar að efna öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum áður en  til greina kemur að hlusa á ný loforð frá þessum flokkum.En auk þess hefur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja megi ekki vera hærri en lágmarkslaun verkafólks.Í dag er lífeyrir sá sami og lágmarkskaunin. Bjarni vill halda lífeyri þar,þ,e. halda honum niðri við fátækramörk.Þannig hefur Bjarni tekið afstöðu gegn þeim öldruðum og öryrkjum sem verst eru staddir.Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hefur því komið sér út úr húsi hjá öldruðum og 0ryrkjum.

Nú eru aðrir flokkar að undirbúa stefnu sína fyrir væntanlegar þingkosningar. Aldraðir og öryrkjar þurfa að kynna sér hana,fá að fylgjast með til þess að þeir geti ákveðið hvern og hverja á að styðja. Best er,að flokkarnir flytji tilllögur um kjarabætur til aldraðra og öryrkja strax á þinginu í næsta mánuði. Þetta tekur ekki langan tíma.Og falleg loforð eru varasöm.Best er að fá efndir strax fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband