Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið?

Það er tímabært að gera upp reikningana milli annars vegar aldraðra og öryrkja og hins vegar ríkisstjórnarinnar.Hvernig standa reikningarnir? Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið? Lítum fyrst á  yfirstandandi ár og síðasta ár:

Lífeyrir hækkaði árið 2015 um 3%.

Lágmarkslaun hækkuðu  2015  um    14,5%  . Þar munar 11,5 pródentustigum. 

Lágmarkslaun hækkuðu um 6,2 % 2016. En lífeyrir hefur  hækkað um 9,7% á þessu ári.Þar munar 3,5 prósentutigum,sem lífeyrir hefur hækkað meira en laun.

Ef árin eru tekin saman kemur í ljós ,að lágmarkslaun hafa hækkað um 20,7 % en lífeyrir um  12,7%.Munurinn er 8 prósentutig,sem hallar á aldraða og öryrkja. En ekki nóg með það: Laun hækkuðu frá 1.mai 2015 en lífeyrir hækkaði ekkert eftir þá hækkun fyrr en 1.janúar 2016.Það á því einnig eftir að bæta öldruðum og öryrkjum upp tímabilið frá 1.mai 2015 til 1.janúar 2016.

Síðan skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum 23 % hækkun lífeyris til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013.En báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þeirri leiðréttingu fyrir kosningar 2013.

Alls nemur framangreind skuld ríkisins við aldraðra og öryrkja rúmlega 30% hækkun lífeyris eða 76.800 kr.  á mánuði.Slík hækkun mundi skipta sköpum fyrir aldraða og öryrkja. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur. Þeir þurfa að fá þetta greitt strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Rétt er það. Mér sýnist ekkert hafa breyst, síðan þið faðir minn, fyrsti formaður Sjómannasambands Íslands, voruð að berjast fyrir bættum kjörum og hag almennings á síðustu öld. Þá var það þessi sífellda barátta við verðbólgudrauginn, sem virðist lifa góðu lífi enn í dag. Vörurnar hækkuðu alltaf meira en launin, svo að hækkun launa dugði skammt. Hvernig sem faðir minn barðist fyrir hærri launum fyrir hina lægstlaunuðu, þá fór það allt saman út í verðlagið, skömmu eftir undirskriftir samninga. Þetta ætlar seint að breytast, sýnist mér á öllu, enda þarf eitthvað róttækt að gerast til að það verði, - en hvað. Það er spurningin. Ég er einmitt að lesa mér til um þetta allt saman um þessar mundir, þar sem ég er að fara af stað með ævisögu föður míns. - Aldraðir og öryrkjar hafa ekkert alltof mikið til síns máls. Maður er líka þurftarfrekari eftir því, sem maður eldist, og þá dugar lífeyririnn skammt. Mér fannst það mesta vitleysa að aftengja lífeyrishækkanirnar almennu launaþróuninni í landinu og bindingu við hækkun lægstu launa í samningum. Þá átti maður þó sjálfkrafa von á hækkun, eftir að samningar höfðu tekist hjá ASÍ, en nú veit maður ekkert, hvenær þeim dettur í hug að hækka lífeyririnn. Vonandi gera þeir það fyrir kosningar, þótt það sé nú ekki nema til að fá einhver atkvæði út á það, sem hlýtur að vera þeim kappsmál úr þessu. Maður verður að vona það besta.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 12:32

2 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér og það merkilega er að þú virðist vera eini maðurinn sem vekur athygli á þessu. En við verðum öll gömul. Kannski eru flestir búnir að gefast upp. Ég fór að skoða þessi mál, vegna þess að mér fannst aldraðir og öryrkjar vera orðnir heldur háværir í samfélaginu fyrir c.a. tveimur árum. Aldraðir og öryrkjar haða hækkað um c.a. 10 til 15.000 kr frá hruni. En kaffipakkinn minn hefur hækkað um rúm 100%. Svo fannst konunni að ég drykki alltof mikð kaffi og við nánari athugun kom í ljós að á einhverjum tímapunkti, hafði magnið í kaffipakkanum minnkað úr 500gr í 400gr. Miðað við þessa eiföldu vísitölu mína hefur verðlag í landinu hækkað um c.a. 125% á meðan eldri borgarar og öryrkjar hafa hækkað um 3 til 5%. Þá tel ég ekki elítuna með, hún hefur það fínt þó flestir það hafi aldrei gert eitt einasta gagn í þjóðfélaginu. Bara verið þurfalingar á okkur hinum frá vöggu til grafar. við erum einmitt að fara að setja einn slíkan í embætti í dag. Ég man ekki eftir einni einustu ríkisstjórn sem hefur sýnt öldruðum og öryrkjum eins mikinn hrottaskap og þessi ríkisstjórn hefur gert. Meira að segja Jóhönnustjórnin stóð sig margfalt betur í þessum málaflokki. Ég hélt að það væri ekki hægt að fá ríkisstjórn sem er það slæm að maður fer að sjá Jóhönnustjórina í hyllingum. En allt er nú hægt.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband