Misskilningur um frv um almannatryggingar!

Margir virðast telja,að hagur þeirra aldraðra og öryrkja,sem verst eru staddir,muni batna,ef frv um almannatryggingar verði samþykkt.En þetta er misskilningur. Stjórnmálamenn og sérstaklega fulltrúar ríkisstjórnarinnar eru búnir að klifa á því í langan tíma,1-2 ár,að hagur þeirra verst stöddu muni batna.En þetta er ekki rétt.Þetta er blekking. Þessi áróður hefur smogið alls staðar inn,þannig að ólíklegustu menn eru farnir að trúa þessu.Hverjir eru verst staddir meðal lífeyrisþega? Það eru þeir,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum og ekki aðrar tekjur; eru á strípuðum lífeyri eins og sagt er. Er verið að bæta hag þeirra? Nei ekki um eina krónu.Það var staðfest á alþingi í gærkveldi.Eygló ráðherra sagði,að hagur þeirra yrði bættur í framtíðinni! Það er mikil huggun í því,eða hvað? En hverra hagur batnar þá? Jú hagur þeirra,sem hafa lífeyrissjóð batnar nokkuð.En þó er grunnlífeyrir felldur niður þó eldri borgarar hafi alltaf lagt áherslu á,að halda honum.En lífeyrir TR skerðist meira en áður vegna atvinnutekna.Hagur þeirra versnar sem sagt.-Ég tel,að afnema eigi skerðingar vegna lífeyrissjóða alveg.Við eigum þennan lífeyri og ríkið á ekkert með að skerða hann hvorki beint né óbeint.Mál er,að linni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Athyglivert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2016 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband