Sameining lífeyrisflokka bætir ekki kjörin

 

 

 

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra  var í viðtali á RUV í gær um frumvarpið um almannatryggingar. Þar sagði hún, að með frumvarpinu væru margir bótaflokkar sameinaðir í einn flokk,sem kallaður yrði ellilífeyrir.Talaði hún mjög fjálglega um þessa sameiningu eins og þetta væri einhver kjarabót fyrir lífeyrisþega. En svo er ekki.Það felst engin kjarabót í sameiningu margra lífeyrisflokka. Í dag eru helstu flokkarnir þessir: Grunnlífeyrir,tekjutrygging,heimilisuppbót og síðan sérstök uppbót sem kölluð er framfærsluuppbót.Þessir flokkar verða allir sameinaðir í einn.En það bætir ekki kjörin.Eygló sagði ekki eitt einasta orð um nauðsyn þess að bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem verst hefðu kjörin.

Eygló viðurkenndi,að staða þeirra eldri borgara,sem væru á vinnumarkaði mundi versna ,þar eð frítekjumörk væru felld niður og 45% skerðingarhlutfall kæmi í staðinn; reyndar gildir það vegna allra tekna sem lífeyrisþegar hafa aðrar en frá almannatryggingum.Hins vegar mundi skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnka. Spyrjandi RÚV spurði hvort ekki mætti afnema allar tekjutengingar. Fólk væri búið að spara alla sína starfsævi í lífeyrissjóði og ætti þann sparnað. En Eygló neitaði því.Hún sagði,að ríkið ætti aðeins að greiða lífeyri (aðstoða  ) til þeirra,sem þyrfu á því að halda en ekki til þeirra sem hefðu bærilegan lífeyrissjóð.Þetta er alrangt.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar en ekki að koma í stað þeirra.Ekki von, að Framsóknarmenn viti það.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin og lífeyrissjóðir önnur stoðin en ekki öfugt.Það er alltaf verið að halda því fram í seinni tíð,að almannatryggungar eigi að vera einhver fátækraframfærsla.En það er ekki rétt. Þetta eru tryggingar,sem allir vinnufærir menn eru búnir að greiða til alla sína starfsævi með tryggingagjaldi og sköttum.Borgararni eiga rétt á á greiðslum úr almannatryggingum.Þetta er engin ölmusa,sem misvitrir stjórnmálamenn geti ráðskast með.Það verður að laga frumvarpið,hækka lægsta lífeyrinn,sem er smánarlega lágur í dag,186 þúsund krónur eftir skatt hjá þeim,sem búa með öðrum. Það verður einnig að taka upp á ný eitthvað frítekjumark fyrir atvinnutekjur svo staða þeirra,sem eru á vinnumarkaði verrsni ekki eins og frv gerir ráð fyrr. Helst ætti að afnena alveg tekjutengingar og fella allar skerðingar niður.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband