Stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum!

Samkvæmt 76.grein stjórnarskrárinnar skal tryggja öldruðum og 0ryrkjum aðstoð, ef þarf.Það liggur fyrir bæði hjá Félagi eldri borgara í í Reykjavík og hjá hjálparstofnunum, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja þurfa aukna aðstoð. Þeir geta ekki framfært sig af 186 þúsund krónum á mánuði eftir skatt,þeir sem búa með öðrum en það er sú upphæð,sem ríkisstjórnin skammtar þessum hóp aldraðra og öryrkja.Það er engin leið að láta enda ná saman með þessari hungurlús frá ríkisstjórninni.Auk þess tel ég ,að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé brotin á öldruðum og öryrkjum,þegar allar stéttir þjóðfélagsins fá miklar kjarabætur eins og gerðist á síðasta ári en aldraðir og öryrkjar voru þá einir skildir eftir og þeim sagt,að þeir gætu beðið fram á þetta ár!.Það fengu nær allir aðrir afturvirkar kjarabætur!

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra mundi allt í einu eftir stjórnarskránni þegar hún var í viðtali við RÚV í fyrradag um frv um almannatryggingar.Hún vitnaði þá í 76.gr stjórnarskrárinnar, ekki því til staðfestingar að hækka þurfti lægsta lífeyrinn,nei heldur til að rökstyðja það að aðeins þyrfti að aðstoða þá,sem ekki hefðu lífeyrissjóð.En hún vitnaði ekki í rétta grein.Samkvæmt stjórnarskránni er eignarrétturinn friðhelgur.Það má því ekki skerða lífeyri aldraðra og öryrkja í lífeyrissjóðum.En ég lit þannig á,að þegar Tryggingastofnun skerðir lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði sé það ígildi eignarnáms á lífeyri aldraðra,sem þeir hafa sparað á langri starfsævi.Ríkið má ekki skerða þennan lífeyri eða ígildi hans.Ég tel slíkt brot á stjórnarskránni.Það er ekkert til sem heitir eignarnám að hluta til. Þess vegna verður að afnema skerðinguna alveg. Ekki er nóg að draga úr henni.

Frumvarpið um almannatryggngar gerir ekki ráð fyrir,að lægsti lífeyrir hækki um eina krónu.Hann er óbreyttur.

Eygló ætti að sjá sóma sinn í því að hækka verulega lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja við afgreiðslu frv á alþingi.Lífeyrir verður að duga til framfærslu.Annað er brot á stjórnarskránni.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Gestsson

Af hverju sér kjararáð ekki um okkar mál, við höfum enga samningsstöðu !

Snorri Gestsson, 18.9.2016 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband