Sigmundur Davíð sýni í verki,að honum sé alvara!

 

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins viðurkennir,að rikisstjórnin hafi lofað að bæta kjör aldraðra og örykja.Hann segir,að ætlunin hafi verið að bæta efnahags-og fjármálaástandið fyrst.Það hafi verið gert og  ekkert að vanbúnaði að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Ef Sigundur Davíð meinar þetta, hvers vegna lætur hann ekki ríkisstjórnina strax hækka lífeyri aldraðra og öryrkja? Ef ríkisstjórnin vill ekki samþykkja það, getur Sigmundur Davíð flutt frumvarp um stórhækkun lífeyris ,til dæmis í 300 þús kr á mánuði. Stjórnarandstaðan mundi styðja það  og ég trúi ekki öðru en Sigmundur Davíð gæti fengið  nægilega marga stjórnarliða til þess að styðja slíkt frv þannig að það yrði samþykkt. Með öðrum orðum: Sigmundur Davíð verður að sýna í verki að honum sé alvara.Kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin í síðustu kosningum eru óuppfyllt. Annað hvort verður að efna þau að fullu eða samþykkja frumvarp strax um stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrka.

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband