Ríkið skuldar lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna hundruð milljarða þrátt fyrir framlag sitt

 

 

 

Samkomulag um samræmt lífeyriskerfi er gallað.Mjög er loðið orðalagið um það hvernig samræma á launakjör opinberra starfsmanna og launafólks á almennum markaði.En það er forsenda fyrir samkomulaginu, að það verði gert. Vegna óvissu um þetta atriði neitaði Landssamband lögreglumanna að skrifa undir samkomulagið.Þeir brenndu sig á því  áður að taka mark á loðnum yfirlýsingum ríkisvaldsins um launauppbætur til lögreglumanna sem síðan var ekki staðið við.Ætla ekki að brenna sig á því aftur.

Þá sýnist mér vera beitt blekkingum í sambandi við uppgjör á skuldum ríkisins við lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.Gefið er til kynna,að skuldin verði gerð upp með framlagi rikissjóðs, 91 milljarði en svo er ekki .Hér er eingöngu fjallað um A deild lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. En skuld ríkisins er aðallega við  B-deildina.Þegar kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi þetta síðast var skuld ríkisins við lífeyrssjóðina  tæpir 400 milljarðar (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga meðtalinn).Ríkið ætlar að greiða 91 milljarð,hluta af því með skuldabréfi.En það eru samt hundruð milljarða eftir af skuldinni. Ekki er minnst á það í fréttum af samkomulaginu, heldur látið líta út eins og búið sé að greiða alla skuldina.Það er því ekki búið að fullfjármagna lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Það er langur vegur þar frá. Þetta heita blekkingar á íslensku.

Hins vegar ber að fagna því að ætlunin sé að samræma lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði og á opinberum markaði..En það þarf ekki að rifja það upp,að þegar opinberir starfsmenn fengu betri lífeyrisréttindi en almenni markaðurinn þurftu þeir að borga fyrir það með lakari launakjörum.Þeir eiga því  að fá sambærileg launakjör og almenni markaðurinn býður þegar lífeyrisréttindin eru orðin eins.Það verður vandinn meiri að tryggja það.

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband