Lífeyrir þarf að vera 348 þúsund kr eftir skatt skv. útreikningum

Samkvæmt athugun,sem Ólafur Ísleifsson gerði fyrir Öryrkjabandlag Íslands um lífskjör í ljósi framfærsluviðmiða þarf  barnlaus einstaklingur, sem býr einn í eigin húsnæði,  348.537 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði (eða 482.846 kr. fyrir skatt) til að geta mætt eðlilegum útgjöldum. Á þeim tíma (2014) þegar álitsgerðin var unnin voru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót, um 187.507 kr. á mánuði en 172.000 kr. hjá þeim sem bjó með öðrum, 18 ára eða eldri.

Ljóst er samkvæmt þessum útreikningm,að það er verið að skammta öryrkjum alltof lágan lífeyri og það sama gildir um aldraða.Stjórrnvöld eru að skammta öldruðum og öryrkjum lífeyri við fátæktar mörk. Það verður að leiðrétta þennan ósóma og það verður að gera það strax.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég trúi því Björgvin að þessi tala sé rétt hjá þér, sem þýðir það að það eru miklu fleiri en aldraðir og öryrkjar sem hafa of lítið í þessu ríka landi okkar. Það er eitthvað mikið að í stjórn landsins. Við erum eins og smábær í Evrópu og höfum allar þessar auðlindir sem flestir smábæjir í Evrópu hafa ekki. En samt gengur ekki betur en raun ber vitni.

Það er eitthvað mikið að.

Steindór Sigurðsson, 4.10.2016 kl. 13:49

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvað myndirðu áætla að þetta myndi kosta?

250.000 í hækkun á 38.000 (+67) og 16.700 (hamlaðir), 

3 milljónir á ári í 54.700 manns, 164,1 milljarður eða hækkun Velferðarráðuneytis uppá 96%?

Óskar Guðmundsson, 5.10.2016 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband