Þurfum ekki fleiri kosningaloforð.Þurfum athafnir!

Stjórnmálaumræður voru hjá RUV í gærkveldi. 

Lilja Alfreðsdóttir,  nýr varaformaður Framsóknarflokksins, hefur nú bætst í hóp þeirra forustumanna stjórnarflokkanna,sem segjast vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hún segir stöðu  ríkissjóðs góða og  betri en um mjög langt skeið.Okkur er því ekkert að vanbúnaði að bæta kjör lífeyrsþega.Þingið situr ennþá og því er ekki eftir neinu að bíða með að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ég legg til, að Lilja Alfreðsdóttir flytji frumvarp um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja strax í dag eða í kvöld.Enda þótt hún sé ekki þingmaður getur hún sem ráðherra flutt frumvarp  á þingi. Og það er ekki eftir neinu að bíða. Ef hún gerir það ekki, er ekkert að marka yfirlýsingar hennar í þessum málaflokki ekki frekar en yfirlýsingar Sigurðar Inga,Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja,sem voru sviknar.Við treystum ekki lengur yfirlýsingum og loforðum stjórnmálaleiðtoga, sem gefnar eru rétt fyrir kosningar.Við höfum fengið nóg af slíkum yfirlýsingum og loforðum.Við þurfum efndir,við þurfum athafnir.

( Hækka þarf lífeyri þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum í a.m.k. 300 þúsund á mánuði.Frumvarp um almannatryggingar,sem liggur fyrir alþingi, gerir ekki ráð fyrir neinni hækkun til þessa hóps aldraðra og öryrkja.Frumvarpið gerir ráð  fyrir,að lífeyrir þeirra verði óbreyttur upp á krónu.)

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband