Undanhaldið:Ríkisstjórnin vill hækka lífeyri í 300 þúsund 2018.Það er of seint

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka skuli lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði 2018.Um næstu áramót skuli lífeyrir hækka í 280 þúsund kr. á mánuði. Hér er átt við greiðslur fyrir skatt.Enda þótt hér sé stigið skref í rétta átt er hvergi nærri nógu langt gengið,þar eð hér er um að ræða þá aldraða sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð.Þetta er of lítil hækkun strax og erfitt að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri.Eins og ég sagði hér fyrr í dag þarf að hækka lífeyrinn strax í 300 þúsund kr á mánuði og í síðasta lagi um áramót.Það fara 56 þúsund krónur í skatt af þessum 280 þúsund krónum,þannig ,að ekki verður nógu mikið eftir. Lífeyrir  er í dag 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingum,207 þúsund eftir skatt.

En þó smátt sé skammtað ætlar ríkisstjórnin að  láta eldri borgara sjálfa greiða kostnaðinn við hækkunina. Stjórnin hefur samþykkt að flýta því að hækka lífeyristökualdur í 70 ár. Í stað þess að framkvæma þá breytingu á 24 árum hefur ríkisstjórnin nú samþykkt,að breytingin skuli gerast á 12 árum.(Já,það er eins liðið hans Sveins.)

En hvað líður efndum á kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja 2013. Þessi loforð gleymast ekki þó ríkisstjórnin telji loksins,að hún eigi að fikra  sig yfir í það að hækka lífeyri í takt við lágmarkslaun. Aldraðir og öryrkjar eiga enn eftir að fá uppbót á sinn lífeyri vegna þess,að þeir voru skildir eftir 2015, þegar allir aðir fengu hækkanir afturvirkt frá 1.mars sama ár  og frá 1.mai þess árs. Þá fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun fyrr en 8 mánuðum seinna  en launþegar og  10 mánuðum seinna en ráðherrarnir og þingmennirnir.Það á eftir að bæta lífeyrisþegum þetta upp og það á eftir að efna kosningaloforðin.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband