Öryrkjar segjast enga bót fá!

Þegar frumvarp um almannatryggingar var lagt fyrir alþingi voru þar engin ákvæði um öryrkja.Frumvarpið var eingöngu um kjör aldraðra.Ástæðan var sú,að Öryrkjabandalagið vildi ekki samþykkja tillögur félagsmálaráðherra um starfsgetumat.Þar var um byltingu að ræða. Leggja átti niður læknisfræðilegt örorkumat og taka í staðinn upp svonefnt starfsgetumat,sem átti að byggjast á því,að meta sjúklinga til örorku eftir að í ljós væri komið hvað þeir gætu unnið mikið!Þetta var illa unnið að hálfu stjórnvalda og ekki nægilegt tillit tekið til sjónarmiða öryrkja.Til dæmis var ekkert vitað hvernig gengi að útvega öryrkjum vinnu á vinnumarkaðnum en atvinnulífið hefur alltaf verið frekar neikvætt gagnvart öryrkjum.

Félagsmálaráðherra var mjög óánægður með það,að öryrkjar skyldu ekki samþykkja starfsgetumatið og í refsingarskyni voru öll ákvæði um öryrkja tekin út úr frumvarpinu,þannig að það var ekkert kveðið á um lífeyri öryrkja í frumvarpinu.Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur um hækkun lífeyris aldraðra í áföngum fram til 2018.En þá ber svo við,að  allt annars konar ákvæði eru um lífeyri öryrkja.Gert er ráð fyrir,að hækkun á lífeyri til þeirra muni byggjast á framfærsluviðmiði,framfærsluuppbót,sem þýðir það,að ef öryrki hefur nokkrar krónur i tekjur lækkar framfærsluuppbótin,sem því nemur. Þar með er krónu móti krónu skerðingin komin inn aftur. En það var eitt aðalatriði frumvarpsins að afnema ætti krónu móti krónu skerðinguna. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands gagnrýnir þessa breytingu harðlega. Hún segir,að þetta feli það í sér,að frumvarpið færi  öryrkjum enga bót og ríkisstjórnin sé komin í berhögg við þá stefnu sína að afnema krónu móti krónu skerðinguna. Ellen er mjög þungorð um þessa breytingu og neikvæð áhrif hennar fyrir öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband