Hækka verður lífeyri verulega!

Hver eru aðaláhersluatriðin í málefnum aldraðra og öryrkja nú,þegar góðar horfur eru á myndun umbótastjórnar.Þau eru þessi:

Stór hópur lífeyrisfólks hefur haft lífeyri undir fátæktarmörkum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar.Lífeyrir  þeirra,sem eru i sambúð eða hjónabandi er í dag 185 þúsund kr á mánuði, eftir skatt.þeir ,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum; þessi upphæð á að hækka um 10 þúsund kr á mánuði um áramót.Þetta er undir fátæktarmörkum.Þetta dugar ekki fyrir mat og húsnæði.

Fyrsta krafan er sú, að þessi lífeyrir verði hækkaður verulega.

Önnur krafan er sú,að lífeyrir fylgi lágmarkslaunum,launaþróun en það hefur ekki verið svo í tíð fráfarandi stjórnar.Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en lágmarkslaun og miklu seinna.Í þriðja lagi á að

hækka á skattleysismörk verulega. Það mundi koma öldruðum og öryrkjum vel en einnig láglaunafólki.

Í fjórða lagi þarf að draga verulega  úr skerðingum tryggingalífeyris vegna tekna og stefna að afnámi þeirra.Leiðrétta þarf strax auknar skerðingar vegna atvinnutekna  og minnka skerðingar verulega vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Skerðingar vegna lífeyrissjóða eiga raunar ekki að eiga sér stað,þar eð með  því er óbeint verið að skerða lífeyrinn í lífeyrissjóðunum,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Það á að stöðva þá skerðingu strax.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband