Panamastjórnin:Engar kerfisbreytingar,engin atkvæðagreiðsla um ESB,ekkert!

 

 

 

Panamastjórnin sér dagsins ljós í dag eða á morgun.Þetta hafa verið mjög sérkennilegar stjórnarmyndunarviðræður. Viðreisn fór af stað með talsverðar kröfur, þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB, mikla kerfisbreytingu í sjávarútvegi og talsverða kerfisbreytingu i landbúnaði og verulegar breytingar á stjórnarskránni. En Sjálstæðisflokkurinn synjaði öllum þessum kröfum og beygði Viðreisn í duftið. Viðreisn lét sig hafa þetta þar eð flokkurinn mat meira ráðherrastóla en málefni.Eins var með Bjarta framtíð.Hún fékk engu framgengt og lét sig hafa það eins og Viðreisn. Það mun hafa hjápað íhaldinu að þjarma að Viðreisn og BF að VG og Framsókn gaf Sjálfstæðisflokknum undir fótinn.Bjarni sá, að ef Viðreisn og BF væru með   einhvern uppsteit og vildu fara að fá einhver af stefnumálum sínum samþykkt mundi hann einfaldlega mynda stjórn með VG og Framsókn.Þeir flokkar biðu  álengdar.Það verður almennt orðagjálfur í stjórnarsáttmála sem skiptir engu máli. Bjarni sveik stærstu málin sem voru í síðasta stjórnarsáttmála: Afnám verðtryggingar og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.Hann fer því létt með að samþykkja nýjan sáttmala og svíkja á ný.

Viðreisn,Bjartri framtíð og VG hefur ekki skilist enn ,að alþingiskosningum var flýtt vegna  aðildar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins að Panamaskjölunum.Það var ekki meiningin, að Panamaskjalaflokkarnir yrðu leiddir til valda á ný,hvorugur þeirra.En  það eru Viðreisn og BF nú að gera; hjálpa öðrum þeirra að halda völdum.Sjálfstæðisflokkurinn er leiddur til valda á ný og foringi hans sem sjálfur var í Panamaskjölunum!

Björgvin Guðmundssonð

www.gudmundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Spillingunni, lyginni og sérhagsmunagæslunni, sem blasir við öllum, verður framhaldið og í þetta sinn í boði flokksins sem boðaði ný vinnubrögð, nýja hugsun, nýja nálgun! Spilling, embættisafglöp og jafnvel mistök í einkalífinu sem fella stjórnmálamenn og  ráðherra hægri vinstri erlendis ná ekki einu sinni að rugga bátnum á Íslandi. Er þetta ekki magnað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2017 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband