Hækka á frítekjumark vegna atvinnutekna í það sama og áður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú áttað sig á því,að flokknum urðu á mistök,þegar hann samþykkti í síðustu ríkisstjórn að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði,fyrst í 0 og síðan í 25 þúsund kr á mánuði.Það er gífurleg óánægja með þetta meðal eldri borgara enda óskynsamlegt að " banna" eldri borgurum að vinna, ef þeir hafa heilsu til og það kostar ríkið sáralítið að hafa ríflegt frítekjumark vegna atvinnutekna; ríkið fær það mikið af sköttum af atvinnutekjum aldraðra.

Í stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar segir,að draga eigi úr skerðingum vegna atvinnutekna.Nýr félagsmálaráðherra segir,að dregið verði úr skerðingum vegna atvinnutekna einhvern tímann á kjörtímabilinu!

Með því að ný ríkisstjórn er þeirrar skoðunar að draga eigi úr skerðingum vegna atvinnutekna aldraðra á ekki að bíða með að gera það.Það á að gera það strax.Þetta er ekki neitt kosningamál fyrir næstu kosningar. Þetta er hagsmunamál eldri borgara og þess vegna á að framkvæma það strax um leið og alþingi kemur saman.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband