Brexit verður Bretum erftt; getur skaðað hagsmuni Íslands

 

 

 

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur nú  áttað sig á því, að útganga Bretlands úr ESB þýðir,að Bretland fer jafnframt úr Evrópska efnahagssvæðinu og missir því allan aðgang að innri markaði ESB.Hún flutti ræðu í gær þar sem hún viðurkenndi þetta.Therea May  gefur til kynna að það sé ákvörðun Breta að slíta einnig tengsl við EES en það er leikaraskapur hjá henni.Það var aldrei í boði að Bretland segði sig úr ESB og mundi síðan fleyta rjómann af því sem best væri fyrir Bretland í   samstarfi við ESB.Eina leiðin fyrir Brretland til þess að halda aðild að EES er að ganga í EFTA.En ekki er talið líklegt að Bretland geri það.Bretar hafa meiri áhuga á sérsamningi við ESB. En mér er til efs að Bretar fái meira út úr því en aðild að EES.

Það er nú komið í ljós,að útganga Bretlands úr ESB var algert frumhlaup.Pundið hefur hríðfallið síðan og lífskjör Breta versnað.Hætt er við, að mörg stór fyrirtæki yfirgefi Bretland þegar Bretar fara úr ESB og innri markaði ESB.Það er miklu hagstæðara  fyrir bresk stórfyrirtæki að vera áfram á innri markaði ESB.

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði í gær,að ef Bretar vildu áfram eiga aðild að innri markaði ESB yrðu þeir að samþykkja líka fjórfrelsið en það þýðir m.a. frjálsa för fólks.En Bretar vilja aðild að innri markaði ESB án þess að samþykkja frjálsa för fólks. Það er ekki í boði sagði Merkel.Viji Bretar gera fríverslunarsamning við ESB getur það hugsanlega verið í boði en án aðildar að innri markaði ESB .Útganga Breta úr ESB mun verða Bretum mjög erfið.Hætt er við að hún eigi eftir að skaða viðskiptin við Ísland.Tollfrelsið sem Ísland nýtur í Bretlandi er vegna aðildar Íslands að EES.Um leið og Bretland fer úr ESB (og EES) fellur tollfrelsið niður og það verður að semja um það upp á nýtt milli Íslands og Bretlands.Það eru draumórar að halda, að það felist einhver ný  tækifæri fyrir Ísland í viðskiptum við Bretland eftir Brexit.Það má gott heita, ef tekst með nýjum samningum að endurnýja það tollfrelsi, sem Ísland hefur notið í Bretlandi en hætt er við, að töf verði á nýjum samningum.Ekki er ljóst enn hvað Bretar vilja í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband