Réttlætið: Þingmenn 55% hækkun,aldraðir og öryrkjar 9,7%!

ASÍ vekur athygli á því í fréttabréfi sínu,að alþingismenn fengu 55% kauphækkun á síðasta ári. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 9,7%.Ráðherrar fengu á sama tíma 46% launahækkun.Þetta eru þeir aðilar,þingmenn og ráðherrar sem neita öldruðum og öryrkjum um mannsæmandi kjarabætur; skammta þeim 9,7% hækkun á sama tíma og þeir taka sér sjálfir 46-55% kauphækkanir! Er ekki kominn tími til þess að alþingi og ríkisstjórn hysji upp um sig buxurnar og leiðrétti myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.Þessir aðilar vita,að það er ekki unnt að lifa af 200 þúsund króna lífeyri.Þeir sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum geta ekki dregið fram lífið án aðstoðar ættingja eða hjálparstofnana.Breytt skerðingarákvæði hjálpa ekki þessum verst stöddu. Það breytIr engu fyrir þennan hóp þó ríkisstjórnin segist ætla að draga úr skerðingum vegna atvinnutekna einhvern tímann á kjörtímabilinu.

Þessi hópur hefur engar atvinnutekjur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband