Lífeyrir,sem eldri borgarar fá eftir fráfall maka,veldur skerðingu hjá TR!

 

Eldri borgarar,sem misst hafa maka sína,hafa haft samband við mig og tjáð mér,að lífeyrir,sem þeir fá eftir fráfall maka valdi skerðingu tryggingalífeyris almannatrygginga.Þeim finnst skerðing hafa aukist.Ég spurði   Tryggingastofnun hvort það væri rétt,að lífeyrir,sem ekkjur eða ekklar ættu að fá hjá TR  sætti skerðingu vegna lífeyris,sem þessir aðilar fengju eftir fráfall maka.Svarið fer hér á eftir:

Já allar tekjur hafa jöfn áhrif á greiðslur ellilífeyrisþega frá TR.25 þús.kr. frítekjumark er á mánuði á heildartekjur hvort heldur um ræðir atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur ( lífeyri) og fjármagnstekjur; þær hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris..

  • Áður gildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging voru sameinuð í einn flokk, sem heitir núna ellilífeyri
  • Ellilífeyrir getur að hámarki verið 228.734 kr./mán.(fyrir skatt)
  • 45% tekjutenging eftir frítekjumark.

Mér finnst það furðulegt,að lífeyrir,sem ekkjur og ekklar fá eftir maka sinn skuli valda skerðingu hjá TR eins og um atvinnutekjur væri að ræða.Ég tel,að slíkur lífeyrir ætti ekki að valda neinni skerðingu.Raunar tel ég,að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi heldur ekki að valda neinni skerðingu.

Eins og margoft hefur verið tekið fram lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús. um  síðustu áramót og það sama gildir um lífeyri eftir maka. samkvæmt svari Tryggingastofnunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

  • .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband