4500 aldraðir missa grunnlífeyri almannatrygginga!

Um síðustu áramót var grunnlífeyrir almannatrygginga felldur niður.Við það misstu 4500 eldri borgarar lífeyri sinn hjá almannatryggingum.Þeir voru strikaðir út úr kerfi almannatrygginga; fá ekki krónu þar.Grunnlífeyrir hafði alltaf verið heilagur; hann var ekki skertur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði (nema að hluta til á kreppuárunum).Félag eldri borgara i Reykjavík barðist harðlega gegn skerðingu grunnlífeyris í tíð ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.Grunnlífeyrir var endurreistur eftir kosningarnar 2013.En það stóð ekki lengi.Grunnlífeyrir var felldur alveg niður um síðustu áramót. Félag eldri borgara gagnrýndi þetta harðlega.En allt kom fyrir ekki. 4500 eldri borgarar voru strikaðir út úr almannatryggingum þó þeir hefðu borgað tryggingagjald og skatta alla sína tíð og hafi átt rétt á lífeyri frá TR.Því var lýst yfir þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1946 að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.En það er búið að svíkja það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband