Mál gegn ríkinu undirbúið!

Í undirbúningi er nú málsókn gegn ríkinu vegna þess,að eldri borgarar voru skertir um 5 milljarða króna fyrstu 2 mánuði ársins án lagaheimldar. Það er Flokkur fólksins,sem ætlar í mál.Leitar flokkurinn nú að eldri borgara,sem er tilbúinn að vera aðili að málinu.Málið

varðar meint brot TR/ríkisins á lögum nr 100/2007 með síðari breytingum.Viðkomandi eldri borgari þarf ekki að greiða málskostnað en vera í hópi þeirra eldri borgara,sem sæta mikilli skerðingu tryggingalífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Það er mjög gott framtak hjá Flokki fólksins að fara í þetta mál. Það er stöðugt verið að greina frá grófum skerðingum ríkisins/TR á tryggingalífeyri eldri borgara,ef þeir hafa sparað til elliáranna með því að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi.Skerðingin fyrstu 2 mánuði ársins er sérmál.

Nú síðast sagði Wilhelm Wessman frá því í viðtali á INN hvernig hann er skertur hjá almannatryggingum.Hann var mjög harðorður um þær skerðingar.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband