Hrægammar( vogunarsjóðir) kaupa 29% í Arion banka!

 Vogunarsjóðir,sem Sigmundur Davíð kallaði hrægamma hafa keypt 29% í Arion banka.Íslensku lífeyrissjóðirnir höfðu verið í viðræðum um kaup á bankanum en þeir eru ekki inni í myndinni i þeim viðskiptum,sem nú hafa verið tilkynnt.Stjórnvöld hafa greinilega frekar viljað eiga viðskipti við hrægammana en lífeyrissjóðina.Þessir hrægammar,vogunarsjóðir,   eignuðust hluti í þrotabúi Kaupþings á hrakvirði og fyrrverandi ríkisstjórn átti ekki nógu sterk orð til þess að gagnrýna atferli þessara aðila. En nú eru hrægammarnir komnir í náðina hjá íslenskum stjórnvöldum.Fram til þessa hefur verið talið slæmt að selja vogunarsjóðum hluti í bönkum,þar eð vogunarsjóðir kaupa ætíð til skamms tíma; kaupa á lágu verði og selja fljótt aftur á miklu hærra verði. Við höfum ekkert að gera við slíka aðila. Það er ekkert að marka það þó einhver talsmaður vogunarsjóðs segi,að þeir ætli að eiga bankann í meðallangan tíma.Sagan segir annað.

Sigmundur Davíð gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa enga stefnu varðandi fjármálakerfið.Enginn hefur gagnrýnt hrægammana meira en hann.Hrægammarnir,vogunarsjóðirnir, eru nú leiddir til áhrifa í íslensku þjóðfélagi.Og Engeyjarfrændur eru ánægðir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband