Ellert tapaði fyrsta leiknum!

Ellert Schram formaður FEB pantaði tíma hjá nýjum félagsmálaráðherra eftir gamla fyrirkomulaginu,sat á biðstofu ráðherra og var kallaður inn þegar röðin kom að honum.Hann ræddi mörg hagsmunamál eldri borgara við ráðherrann en aðalumræðuefnið var skerðing stjórnvalda um síðustu áramót á frítekjumarki vegna atvinnutekna  aldraðra en fyrrverandi ríkisstjórn sem Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra í skar frítekjumarkið niður með einu pennastriki  úr 109  þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur á mánuði.Þetta gerðu þeir Bjarni og Sigurður Ingi eftir að þeir höfðu lýst því yfir, að þeir vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra!Félagsmálaráðherrann sagði við Ellert,að hann hefði sagt,að þetta yrði leiðrétt en það yrði gert í áföngum á 4 árum.M.ö.o.: Það tekur 4 ár að leiðrétta niðurskurð á frítekjumarki vegna atvinnutekna,sem framkvæmdur var með einu pennastriki.Bjarni Ben réði þessum málum í fyrrverandi ríkisstjórn og hann ræður þeim áfram í nýju stjórninni.Félagsmálaráðherrann virðist engu ráða en þó er fjármálaráðherrann í sama flokki.Það er þvi ljóst,að Ellert hefur tapað fyrstu lotunni í glímunni við stjórnvöld.Hann tapaði fyrsta leiknum.

En m.a.o: Er það ekki úrelt fyrirkomulag,að talsmaður eldri borgara þurfi að panta tíma hjá þeim,sem eiga að þjóna almenningi og sitja á biðstofu hjá þeim. Er ekki nær að ráðherrann komi til samtaka eldri borgara og ræði við þau hvað hann geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu þeirra.Ég tel það.Það er tímabært að breyta fyrirkomulaginu.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband