Viðreisn reynir að blekkja kjósendur!

Í síðustu skoðunarkönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var Viðreisn með 3,1% fylgi og engan þingmann.Forustumenn flokksins lögðu þá hausinn í bleyti og fóru að hugsa hvað þeir gætu gert til þess að breyta stöðunni.Þeim datt helst í hug að reyna að blekkja kjósendur eins og þeir gerðu í kosningabaráttunni.Áhorfendur Stöðvar 2 sáu fyrsta árangur þessarar blekkingarstarfsemi í gærkveldi.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom þá á skjáinn og sagði,að Viðreisn og ríkisstjórnn hefði heilbrigðismálin í forgangi. En þetta var blekking vegna þess,að ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta ekkert nýtt fjármagn í heilbrigismálin á þessu ári; aðeins það fjármagn,sem hagsveiflan  mundi færa.Ef Benedikt hefði komið hreint fram, hefði hann sagt,að ekki væri unnt að láta neitt nýtt fjármagn í heilbrigðismál í ár.En hann lét það ósagt: Hann kaus að blekkja almenning.Slík blekkingarstarfsemi hefnir sín.

Í kosningabaráttunni boðaði Benedikt þjóðaratkvæði um aðildarviðræður að ESB,lækkun vaxta gegnum fastgengi ( myntráð),uppboð aflaheimilda,sem mundi útvega fjármagn til ýmissa greina,sem væru í fjársvelti,bætt kjör aldraðra og bætta möguleika þeirra til þess að vinna.Viðreisn hefur svikið þetta allt.Þess vegna hrynur fylgið af þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband