Lífeyrissjóðirnir:Stöðva verður "eignaupptökuna" strax!

Það verður að stöðva þegar í stað þessa "eignaupptöku".Ríkisvaldið verður strax að stöðva það,að Tryggingastofnun skerði lífeyri þeirra eldri borgara,sem fá lífeyri úr lífeyrissjóði.Sú ráðstöfun er ígildi  eignaupptöku.Verði þetta ekki stöðvað getur orðið uppreisn gegn lífeyrissjóðskerfinu.Það er svo mikil óánægja í dag með þessar skerðingar,að það er rétt með naumindum,að launþegar fást til þess að greiða iðgjöldin í lífeyrissjóðina.Launþegum finnst eins og það sé verið að blekkja þá; það sé verið að plata þá.Inn í þetta blandast óánægja með stjórnarfyrirkomulag lífeyrissjóðina en sjóðfélagar,launþegar,kjósa ekki stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum beinni kosningu heldur eru það ASI og SA sem tilnefna eða kjósa stjórnarmenn. Það er fráleitt fyrirkomulag og því verður að breyta.- Það er gífurleg óánægja meðal sjóðfélaga í lífeyrissjóðunum og ef ekki verður brugðist við getur illa farið.-Kjarnapunktur í þessu máli er,að þegar lífeyrissjóðirnr voru stofnaðir var yfirlýst,að þeir ættu að vera viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að valda neinni skerðingu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband