Brandari: Framsókn segist hafa efnt öll kosningaloforð sín!

Átakafundi í miðstjórn Framsóknarflokksins er lokið.Ákveðið var að flýta flokksþingi Framsóknarflokksins til þess að unnt sé að kjósa nýja forustu en óánægja er með núverandi forustu flokksins.Verður flokksþing haldið í janúar n.k.

 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður flokksins í dag.Honum er ýmislegt fremur til lista lagt en að segja brandara eða gamansögur.En hann sagði þó einn brandara í viðtali við RUV um miðstjórnarfundinn.Sigurður Ingi sagði,að Framsóknarflokkurinn væri búinn að efna öll kosningaloforð sín frá kosningunum 2013. Gamansamur maður Sigurður Ingi.Honum til upprifjunar skal minnt á,að stærsta kosningaloforð Framsóknar var að afnema verðtrygginguna.Það loforð var svikið.Annað stórt loforð sem Framsókn gaf ásamt Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar 2013 var að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þetta kosningaloforð Framsóknar var einnig svikið.Læt þetta duga til upprifjunar í dag.Það er slæmt að svíkja kosningaloforðin en það er jafnvel verra að segjast hafa efnt þau loforð,sem hafa verið svikin!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband