Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt?

Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast  mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra  sómasamleg kjör þ.e.  kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum.Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra,sem verst eru settir í dag,  er  197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,  sem eru hjónabandi  og 229 þúsund kr á mánuði hjá einhleypum. 

Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.  Alþjóðasamningar segja ,  að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað  lágmarkslaunum.Eftir þessu hefur ekki verið farið.Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir  hér; launaþróun  var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá?

Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta.Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í mai  um 14,5%.Þá hefði verið eðlilegt,að lífeyrir hækkaði um það sama eða  a.m.k. um 11,5 %.En það gerðist ekki.Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári,fiskvinnslufólk,sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja.

Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný,  um 9,7%,  eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði;  þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir.

Miðað við orðalag laganna er  ljóst,að lögin hafa verið brotin á öldruðum og  öryrkjum.Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði  ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna.

Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan.Lífeyrir hækkaði  i janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar,sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi.Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei öðru nær.Frumvarpið var lagt fram með 0 kr hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja!Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um  12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt.Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt.Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn.Þetta var alger hungurlús.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

Birt í Fréttablaðinu 21.júni 2017

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband