Sjóðfélagar að vakna.Afnema á tekjutengingu strax og greiða allt til baka!

Margt bendir nú til þess að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna séu að vakna. Þeir eru að átta sig á því,að þeir hafa verið blekktir,sviknir.Árið 1969 i kjarasamningum Así og VSÍ var ákveðið að stofna lífeyrissjóði og samkvæmt upplýsingum ASÍ var gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Annað var aldrei inni í myndinni.Það eru því hrein svik við  sjóðfélaga,eldri borgara að skerða lífeyri sjóðfélaga hjá almannatryggingum á þeim forsendum einum að þeir fái greiðslur úr lífeyrissjóði.Talsmenn Tryggingastofnunar segja,að það kosti mikla fjámuni að afnema skerðingarnar,tekjutengingarnar.Sumir gefa til kynna,að það sé óábyrgt að afnena allar skerðingar.Það stenst ekki. Núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,sagði í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarnar 2013,að hann ætlaði að afnema allar tekjutengingar,ef hann fengi umboð til þess. Hann fékk umboðið en sveik loforðið.Tæplega er það óábyrgt,það sem æðstu ráðamenn vilja gera.

En það er ekki nóg að afnena tekjutengingar,skerðingar strax. Það þarf að greiða allt  til baka sem rikið,Tryggingastofnun, hefur tekið af sjóðfélögum,eldri borgurum.Ríkið þarf að greiða eldri borgurum hverja krónu til baka.Það er komið að skuldadögum hjá ríkinu.Nú eru nógir peningar til.Ríkið verður að borga.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Fyrsta skref að skila Ellilífeyrisstuldinum strax:
Ellilífeyririnn er einfaldlega heilagur réttur allra Ellilífeyrisþega!!!
Þar er einfaldlega ekki hægt að taka svo mikið sem einseyring til baka!!!
Sauðsvartur almenningurinn hefur greitt sína skatta og skyldur og á því alltaf órjúfanlegan rétt á fyllstu Ellilífeyris/Ellistyrksgreiðslum, óháð fjárhag!!!
Sauðsvartur Almenningurinn var illa plataður til að borga 4+6% í lífeyrissjóð!!!
Það lifur enginn flott á ellistyrknum var beitan!!!
Ef þið borgið í lífeyrissjóð fáið þið aukapening ofaná Ellistyrkinn og þið getið haft það mikið betra í ellinni.
Með því sem þið fáið í viðbót ofaná ellistyrkinn, frá lífeyrissjóðnum gerir ykkur kleyft að hafa það betra í ellinni og hafa ráð á að gera ýmsa hluti td ferðast!!

Stóri Vandinn er að Ríkið ÞJÓFSTELUR ELLISTYRKNUM, ef Sauðsvartur Almenningurinn hefur Lífeyrissjóðstekjur, eða reynir að vinna til að bjarga sér!!!
Ófögur sýn og til ævarandi skammar fyrir stjórnvöld!!!

Ekki minni vandi er að Lífeyrissjóðirnir hafa svo týnt miklum hluta þeirra peninga sem sauðsvartur almenningurinn var skyldaður til að borga í það svarthol að allar greiðslur sem lofað var þarf að skerða mikið!!!

Af hverju frömdu Þingmenn, Ráðherrar og Embættismenn, ELLISTYRKSÞJÓFNAÐINN án þess að hafa áhyggjur af því hvað yrði um þá, þegar kæmi að ellidögum???
Svarið er ótrúlega einfalt:
Þeir fá svo MIKLU MIKLU meira, að þeim munar ekki um að verða af 200 - 300 þúsund á mán!!!
Lífeyrissjóðir þeirra eru að vísu galtómir, en þetta fólk þarf aldeilis ekki að taka á sig skerðingar, þegar lífeyrissjóðir þeirra tapa feitt!!
Sauðsvartur Almenningurinn er bara skattlagður aðeins meira, svo þeir fái fullar reiknaðar lífeyrissjóðsgreiðslur. 1.500.000,- á mán maðurinn fær sitt, þrátt fyrir að sjóðurinn geti kannske í besta falli greitt út ca 100.000,- Sauðsvartur Almenningurinn greiðir það sem uppá vantar með aukinni skattlagningu mánaðarlega til þeirra!!! 

Kolbeinn Pálsson, 8.8.2017 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband