Ætlar VG i stjórn með 2 íhaldsflokkum?

Nú er helst rætt um stjórn Sjálfstæðisflokks,Framsóknar og Vinstri grænna (VG).Margir stjórnmálaflokkar hafa farið illa á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,nú síðast Björt framtíð og Viðreisn.Þessir tveir flokkar voru sem rjúkandi rúst eftir stutt stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Framsókn hefur farið mjög illa á langvarandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hið sama er að segja um Alþýðuflokkinn.Hann fór illa á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

VG hefur áhuga á stjórnaraðild og vildi helst mynda félagshyggjustjórn með Samfylkingu,Pirötum og Framsókn. En Framsókn kom í veg fyrir þá stjórn og hefur sennilega aldrei verið alvara með að taka þátt í umræddri stjórn; trúlega verið búin að lofa Sjálfstæðisflokknum samstarfi áður. Er líklegt,að VG komi einhverjum umbótum fram í  samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn? Ég held ekki.Það eina,sem næst fram er það, sem allir flokkar vilja nú að efla eitthvað heilbrigðis-og menntakerfið en það fást engar ráðstafanir til að auka jöfnuð í þjóðfélginu,draga úr misskiptingu og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það verður í skötulíki,ef eitthvað verður.Mér segir svo hugur,að þessi stjórnarsamvinna geti farið illa með VG.Hvernig á annað að vera þegar um er að ræða tvo íhaldsflokka,sem unnið hafa langtímum saman,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikinn áhuga á að fá VG með í stjórnina vegna væntanlegra kjarasamninga.VG á að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til þess að halda launum verkafólksins niðri,á þeim grundvelli að það tryggi efnahagslegan stöugleika. En ekki er hugsað um félagslegan stöðugleika. Og ekkert er hugsað um lægst launaða verkafólkið og þá aldraða og öryrkja,sem verst eru staddir.Þessir hópar lifa við fátæktarmörk eftir langa stjórnaraðild Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband