Skera á niður aukasporslur þingmanna um 50%!

 

Ég hef í morgun sent Steingrimi J.Sigfússyni forseta alþingis bréf og lagt til,að aukassporslur þingmanna verði skornar niður um 50%.En forsætisnefnd þingsins ætlaði einmitt að koma saman í dag.Ég legg til,að sparnaðurinn,sem hlýst af niðurskurðinum verði notaður til þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja og þingið bæti við hækkun á lífeyrinum þannig,að lífeyrir þeirra,sem lægstan lífeyri hafa,verði mannsæmandi.En hann er það ekki í dag.Og það er á ábyrgð þingsins.
Þingfararkaupið er orðið það hátt,1,1 milljón á mánuðu,að ekki er mikil þörf á aukasporslum til viðbótar.Þingfararkaupið dugar. Síðan þarf einnig að lækka kaup ráðherra,Það er alltof hátt og aukagreiðslur þeirra yfirgengilegar.Nota má sparnað af launalækkun ráðherra og niðurskurði hlunninda þeirra til þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja..
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband