Laugardagur, 15. september 2018
Stjórnarflokkarnir mismuna öryrkjum
VG hefur tekið upp stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um að taka upp starfsgetumat.Það þýðir,að læknisfræðilegt ororkumat sé lagt niður og starfsgetumat tekið upp í staðinn. Íslenskt atvinnulíf hefur ekki verið mjög fúst til þess fram að þessu að taka öryrkja í vinnu og enn síður að hafa öryrkja í hlutastörfum eins og þyrfti að vera ef starfsgetumat væri tekið upp.Það má fullyrða,að mikil óvissa ríki um það hvernig ætti að taka upp starfsgetumat,ef það yrði niðurstaðan.Það tekur langan tíma að koma slíku mati á,sennilega nokkur ár og ljóst,að allir öryrkjar gætu ekki fallið undir það. Sennilega yrðu þeir,sem komnir væru yfir ákveðinn aldur að fá að vera áfram undir læknisfræðilegu ,mati. Starfsgetumat hefur verið reynt í Bretlandi en ekki gefist vel þar.
11.septembert samþykkti Öryrkjabandalag Íslands ályktun um þetta mál.Aðalatriði hennar fer hér á eftir:
Króna á móti krónu skerðingin var upphaflega eins hjá báðum hópum,öldruðun og öryrkjum. Við setningu laganna um TR,sem tóku gildi 1. janúar 2017, var ekki rökstutt hvers vegna löggjafinn taldi málefnalegt og sanngjarnt að öryrkjar fengju ekki þá réttarbót sem fólst í lögunum. Við setningu laganna var ekki byggt á því að aldraðir væru verr settir en öryrkjar né aðrar málefnalegar ástæður settar fram sem réttlættu að skerða áfram bætur örorkulífeyrisþega. Í rökstuðningi við frumvarpið sem varð að lögum sagði meðal annars að ætlunin væri að styrkja möguleika ellilífeyrisþega til þess að auka tekjur sínar. Engin rök voru færð fyrir því að neita örorkulífeyrisþegum um sömu tækifæri.
Í þessu er fólgin mismunun. Frá 1. janúar 2017 hafa örorkulífeyrisþegar orðið af umtalsverðum fjármunum þegar litið er til sambærilegra hópa. Hjá mörgum þeirra getur skerðingin numið um 60.000 kr. á mánuði eða meira. (4 milljarðar á ári).Hér er hallað á verulega stóran hóp en upp undir sjö þúsund einstaklingar eru skertir um krónu á móti krónu vegna atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna eða fjármagnstekna.Ætla má að ríkissjóður taki með þessum hætti til sín tæplega fjóra milljarða króna á ári úr vösum öryrkja. Stjórn ÖBÍ minnir á að allt launafólk er skyldugt til að borga í lífeyrissjóð. Því má spyrja hvort hér sé um að ræða beina eignaupptöku í mörgum tilvikum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.