Lækka þarf skatta

Samfylkingin boðaði það í síðustu þingkosningum,að hún vildi lækka skatta. Sérstaka áherslu lagði hún á hækkun skattleysismarka,sem ekki hefðu fylgt launavísitölu frá 1988. Í stjórnarsáttmálanum segir ,að lækka eigi skatta fyrirtækja og einstaklinga en ekkert er sagt hvenær.

Nauðsynlegt er,að skattar almennings lækki sem fyrst. Skattleysismörkin eru nú 95 þúsund krónur á mánuði. En ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 ættu þau að vera 150 þúsund krón ur í dag.Félag eldri borgara í Rvk. vill ,að  þau verði hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Það yrði mikil kjarabót fyrir eldri borgara,öryrkja og allt láglaunafólk. Væntanlega leiðréttir ríkisstjórnin skattleysismörkin á þennan hátt. Það stendur í stjórnarsáttmálanum að jafna eigi kjörin í landinu. Þetta er besta leiðin til þess.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taktu þetta þá upp við þína menn, þú hefur stuðning minn og væntanlega 80+% þjóðarinnar.  Það eru fáar afsakanir fyrir ykkur, bæði samfylking og sjálfstæðismenn þykjast vilja minnka skatta, so do it

Ef ykkur vantar sparnaðarleiðir á móti (vinsæl afsökun, en ekki sú sem ég tek gilda), þá bendi ég á sparnað í utanríkis og hernaðarbrölti, nú eða bara gamla trixið hans Pétur Blöh, leggja niður tekjuskattkerfið - hann reiknaði út að allur peningur sem kemur inn, fari út aftur í endurgreiðslur og rekstur á kerfinu. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband