Ísland dragi sína menn heim frá Afganistan

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir Nató að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið í Afganistan.

„Það hefur náðst mikill árangur en það má ekki hætta í miðjum klíðum, um það eru menn einróma á þessum fundi,“ sagði Geir eftir fund sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins áttu í gær í Rúmeníu um málefni Afganistans. Frakkar hafa ákveðið að fjölga um þúsund manns í sínu liði og Þjóðverjar og Danir hafa gefið vilyrði um að auka framlag sitt. Um 40 þjóðir eru með herlið í Afganistan.

Ég tel,að Ísland eigi að draga sína friðargæsluliða frá Afganistan og senda þá til Afríku,þar sem þörf er á uppbyggingu og erfitt að brauðfæða fólk. Ísland á ekki að vera með fólk á svæðum,þar sem hernaðarátök eru.Ísland hefur engan her og þarf ekki að senda menn á  átakasvæði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Megum ekki hætta í miðjum klíðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Björgvin. Þar sem þú ert nú einn af bloggurum Samfylkingarinnar og mikill stuðningsmaður hennar, þá bendi ég þér sérstaklega á svar mitt við þessari frétt, á blogginu mínu.

Kveðja, 

Sveinn Hjörtur , 4.4.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband