Atvinnutekjur lífeyrisþega: Öryrkjar fá sama frítekjumark og aldraðir 1.júlí

Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar úr 27.000 krónum í 100.000 1. júlí. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra segir þessar aðgerðir sambærilegar þeim sem gerðar hafa verið fyrir aldraða.

Jóhanna segir þessa hækkun þó einungis tímabundna í 6 mánuði, verið sé að skoða breytingar á örorkumatskerfinu og starfsendurhæfingu. Breytingarnar eigi að vera tilbúnar um áramótin og muni þá taka við af þessum hækkunum.

Fagna ber þessari aðgerð. Það hefur dregist nokkuð að tilkynna frítekjumark fyrir  atvinnutekjur öryrkja og eins og fram kemur eru fyrstu aðgerðir i  þessu efni fyrir öryrkja tímabundnar í 6  mánuði.

Enn vantar þó að setja sambærilegt frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,bæði fyrir aldraða og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

hmm...ég er ekki frá því að ég sé með rangar hugmyndir um þig Björgvin..

Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband