Það vantar í fjölda stöðugilda á leikskólum

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, kveðst eiga bágt með að sjá að hægt verði að fullmanna þannig að öll börn 12 mánaða og eldri fái dagvistun 2012 eins og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lofað. „Það þarf þá eitthvað mikið að gerast. Nú vantar enn í fjölda stöðugilda.“

Að sögn Bjargar þarf tvennt að koma til svo að starfsfólk fáist. „Eins og við erum búin að segja í mörg ár þarf að laga launakjörin og með því laða fleira fólk í námið og fólk á vettvang sem af einhverjum ástæðum hefur horfið frá.“

Björg tekur það þó fram að hugsanlega gæti orðið tilfærsla á markaðnum. „Eflaust hafa einhverjir áhuga á að vinna með þessum ungu börnum.“

Það ríkir ófremdarástand á leikskólum borgarinnar, Hvað eftir annað verður að grípa til þess að senda börnin heim vegna þess að ekki er nægilega margt starfsfólk. Sumir leikskólar hafa orðið að tilkynna foreldrum,að börnin verði að vera heima 1 dag í viku. Það þýðir að annað foreldrið verður að taka sér frí úr vinnu til þess að vera heima hjá barninu. Það er aðeins ein lausn á þessu máli: Hækkun launa leikskólakennara,

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Formaður Félags leikskólakennara: Efast um að hægt verði að manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband