Eru andvígir því,að lífeyrissjóðirnir láni bönkunum

Ögmundur Jónasson formaður BSRB gagnrýnir harðleg frumvarp,sem fram er komið,og heimilar lífeyrissjóðum að  lána verðbréf  til áhættufjárfesta. Ögmundur spyr: Er ekki nóg komið af áhættubraski? Hann leggst alveg gegn frumvarpinu og kallar það raunar algert rugl.Í sama streng tekur Guðmundur Gunnarsson,formaður Rafiðnaðarsambandsins.Hann segir,að lífeyrissjóðirnir eigi 500 milljarða í erlendum verðbréfum og nú vilji bankarnir komast í fjármagn lífeyrissjóðanna. Hann segir það ekki koma til greina.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem greiðandi í hina ýmsu lífeyrirssjóði í meira en 30 ár þá þykir mér mjög varhugavert að lífeyrirssjóðir séu notaðir til brasks. Því tekur Mosi alveg undir áhyggjur Guðmundar Gunnarssonar og Ögmundar Jónassonar um þessi mál.

Ef eitthvað klikkar við lántökur, hvað ætla þá þessir braskarar að svara fólkinu sem greitt hefur í áratugi í lífeyrissjóðina og eru að vænta þess að fá að njóta þeirrar fyrirhyggju sinnar? Á bara að segja við það: Sorrí gamli! - gat ekkert við þessu gert!

Við skulum athuga að bankarnir njóta ekki ríkisábyrgðar lengur eftir að þeir voru einkavæddir. Kannski að ríkið kæri sig lítið um þá, hvort þeir lifi af eða fari á hausinn, landsfeðrunum er lige glað, enda uppteknir að ferðast í einkaþotunni.

- Nei öðru nær! Fyrir um 20 - 25 árum var einn lífeyrissjóður nánast tæmdur vegna brasks. Það var Lífeyrirsjóður bænda. Til stóð að efla ákveðinn flugrekstur og átti lífeyrissjóðurinn að njóta þess. En flugreksturinn strandaði og dagaði uppi eins og hvert annað nátttröll enda var ekki nógu vel vandað til alls nauðsynlegs undirbúnings.

Það er ósk okkar allra sem þegar eru komin á eftirlaunaaldur eða eigum skammt eftir í það land, að fjármunum lífeyrissjóðanna verði ekki ráðstafað á neinn þann hátt þar sem einhver minnsti vafi er á um varðveislu fjársins. Við megum ekki við að missa neins úr aski okkar. Nóg er að ríkisvaldið hafi gert þau strandhögg sem það hefur með rangindum haft af eldri borgurunum. Þar reynist þrautin þyngri að rétta hlut þeirra sem eiga betur skilið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Snorri Gestsson

Það væri furðulegt ef Alþingi færi að breyta að okkur eigendum forspurðum reglum lífeyrissjóðanna og vonandi að við höldum öll vöku okkar .

Snorri Gestsson, 16.4.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband