Afnema verður eftirlaunasérréttindin

Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar,var í kastljósi RUV í gærkveldi og ræddi  eftilaunamálið. Hún flutti frumvarp ásamt fleiri þingmönnum um að efnema sérréttindi ráðherra,þingmann,dómara o.fl. til eftirlauna.Frumvarp hennar var saltað í nefnd og er það dæmigert,að jafnvel frumvörp frá stjórnarþingmönnum fá ekki eðlilega  þingmeðferð.Stjórnin stjórnar þinginu en ekki öfugt eins og þingræðið gerir ráð fyrir.Það kom fram hjá Valgerði,að hún telur breytingar Þær,sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hyggjast gera á eftirlaunamálinu hvergi nærri  fullnægjandi.Það þarf að afnema öll sérréttindi ráðherra,þingmanna og dómara til eftirlauna. Þessir hópar eiga að sitja við  sama borð og aðrir landsmenn  varðandi eftirlaun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er ólíklegt að um eða jafnvel yfir 99% þjóðarinnar vilji afnema þessi ólög sem ekki styðast við nein skynsamlegar forsendur. Þeir sem settu þau voru nokkrir menn sem vildu koma sér upp óvenjulegum forréttindum á kostnað allra hinna í samfélaginu. Margar sögur eru sagðar af mönnum sem hafa ofmetnast og enda þær margar hverjar oft mjög dapurlega. Það sem einu sinni átti að vera mönnum að gagni varð þeim reyndar fjötur um fót þegar á reyndi.

Tengdafaðir minn var með ákaflega mikla réttlætiskennd. Ef einhver skaraði rækilega að sinni köku hristi hann höfðuðið og spurði einfaldlega: þarf þessi maður að bíta í 10 eða 20 sinnum fleiri brauð en við meðalmenninrnir? Af hverju þarf launamunurinn alltaf að breikka?

Jú það er auðvitað innbyggt í kerfið sem þessir aðilar vilja byggja upp: með því að hrifsa sem mest til sín verður minna til skiptanna fyrir alla hina! Jafnvel þó svo að viðkomandi hafi engin sannfæandi rök fyrir að hann þurfti meira en hinir!

Svo verður allt vitlaust þegar eru sérsniðnar reglur fyrir þessa guðsvoluðu forréttindamenn, jafnvel há embætti ætluð þeim þó flestir hafi betri og skynsamari forsendur til að gegna þeim!

Mikilvægt er að afnema þessi ólög. Og það þarf að reyna á samþykki þeirra sem hafa notið góðs af þeim að þeir sýni þá skynsemi að afsala sér þessum dúsum. Með því væri unnt að sjá hverjir það eru sem raunverulega vilja að lög og réttur gildi yfir alla jafnt! Þessi eftirlaunalöggjöf hefur alltaf verið umdeild og verður alltaf umdeild meðan hún er hluti af vitlausri lagasetningu. Því fyrr sem afmáninni er fleygt á öskuhauga sögunnar, - því betra!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Sævar Helgason

Ekkert annað er ásættanlegt en að þessi eftirlaunaólög frá 2003 verði afnumin með öllu og eftirlaunamál þessa hóps stokkuð uppá nýtt eins og  frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar  innifelur, efnislega.

Sævar Helgason, 14.5.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband