Á nú að fara að hækka vexti Íbúðalánasjóðs?

Síðustu daga hefur verið rætt um það í fjölmiðlum  að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði næsta haust. Greina eigi á milli almennra lána og félagslegra lána.Þá hefur komið fram að við breytingarnar muni vextir sjóðsins verða hækkaðir,þar eð ríkisábyrgðin verði felld niður.Bankarnir hafa sótt fast,að Íbúðalánasjóður verði lagður niður eða honum breytt í heildsölubanka.Nauðsynlegt er að slá skjaldborg um sjóðinn og helst þyrftu vextir að haldast óbreyttir.Það er nóg að bankarnir stundi vaxtaokur þó Íbúðalánasjóður bætist ekki við á þeirri braut.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Jóhanna er í stöðu til að verja Íbúðalánasjóð og koma í veg fyrir markaðsvæðingu almenna íbúðalánakerfisins - - - og koma í veg fyrir að vaxtaokrinu verði beitt á þennan mikilvæga þátt í lífi okkar allra . . . . .

Við þurfum hins vegar að bakka hana upp og efla hana til að standast áróður frjálshyggjunnar . . . . . . og græðginnar.   Stöndum með okkar Jóhönnu . . . . . og enginn má svíkjast undan.   Við þurfum líka að viðhalda Íbúðalánasjóði og efla lánaframboð hans til að skapa meira jafnvægi í fasteignaviðskiptum og á bygginarmarkaði

Benedikt Sigurðarson, 17.5.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gjörsamlega sammála!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband