Gott framtak eldri borgara á Stokkseyri og Eyrarbakka

Eldri borgari á Stokkseyri,Magnús Sigurjónsson,Hátúni,hefur ásamt fjölskyldu sinni reist myndarlegt gistiheimili,Kvöldstjörnuna.Tilfinnanlega vantaði gistiheimili á Stokkseyri og kemur Kvöldstjarnan því í góðar þarfir. Forsaga málsins er sú,að Þorvaldur,sonur Magnúsar, keypti íbúðarrhús við hlið Hátúns og ákvað fjölskyldan,Magnús,kona hans Vikltoría Þorvaldsdóttir, og börn að breyta húsinu í gistiheimili.Viktoría féll frá fyrir rúmu ári.Gistiheimilið er mjög vandað og vel frá öllu gengið.Magnús rekur einnig gróðrarstöð,Heiðarblóma og byggði hana upp ásamt Viktoríu,konu sinni. Hægri hönd Magnúsar við rekstur Heiðarblóma og Kvöldstjörnunnar er Margrét Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar og Viktoríu.

Annar eldri borgari,Árni Valdimarsson,Selfossi,keypti gamalt frystihús á Eyrarbakka og hefur breytt því í safn og íbúðir.Er hér um mjög gott framtak að ræða hjá báðum þessum eldri borgurum.Kona Árna er Nína Björg Knútsdóttir. Ég kannast við hana frá fyrri tíð. Hún var sem krakki heimagangur hjá Jóhönnu Guðjónsdóttur,föðursystur sinni en Jóhanna var gift Ögmundi Jónssyni ,móðurbróður mínum.Hitti  ég Nínu Björg oft sem krakka a heimili Ögmundar og Hönnu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband