Skattar á lífeyrissjóðstekjur alltof háir

Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþega.Það er ranglátt að skattleggja þennan lífeyri eins og atvinnutekjur með  35% skatti.70-8ö% af þessum tekjum eru fjármagnstekjur og eiga því með réttu aðeins að sæta 10% fjármagnstekjuskatti.Þetta verður að leiðrétta. Ég vil leiðrétta þetta ranglæti og lækka skattinn af lífeyri úr lífeyrissjóði.

Jafnframt þessari leiðréttingu þarf að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var meiningin,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei ætlunin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband