Útlánatap bankanna 24 milljarðar í ár

Endanlega töpuð útlán stærstu viðskiptabankanna þriggja gætu numið rúmum 24 milljörðum króna á þessu ári, sé miðað við uppgjör fyrri helmings ársins. Þetta kemur fram í tölum Fjármálaeftirlitsins þar sem samanlögð fyrrihlutauppgjör eru skoðuð á ársgrundvelli og miðað er við áætlaða stöðu afskriftareikninga. Sambærilegt tap vegna útlána nam 7,8 milljörðum árið 2007.

Þannig má ætla að hlutfall útlána til viðskiptavina sem tapist endanlega verði um 0,3%, samanborið við um 0,1% á árunum 2006 og 2007. Þetta hlutfall náði lágmarki árið 2004, en það má einnig rekja til rúmlega tvöföldunar á útlánum bankanna til viðskiptavina, enda það ár sem bankarnir buðu fyrst íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð.

Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að framlög Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í afskriftasjóði voru talsvert hærri á fyrri helmingi þessa árs en í fyrra, eða um 28 milljarðar. Sé svipuðum takti viðhaldið á seinni helmingi árs má ætla að framlög í afskriftasjóði vegna útlána nemi yfir 56 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum FME. Það yrði þreföldun frá því í fyrra.

Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir afskriftareikninginn í raun vera leiðréttingu á stöðu útlána á hverjum tímapunkti. Endanlega afskrifuð útlán hafi reynst vera í góðu samræmi við upphaflegt mat á afskriftaþörf þannig að jafnan séu hlutfallslega óverulegar fjárhæðir tekjufærðar úr afskriftareikningi. Gengissveiflur á fyrri helmingi þessa árs og fyrri ára hafi áhrif á gengisbundnar fjárhæðir útlána og afskriftareikninga móðurfélaga og erlendra dótturfélaga. Í sögulegu samhengi geti því samanburður milli ára verið vandasamur.(mbl.is)

Fram hefur komið síðustu daga,að  góð afkoma bankanna í ár hafi bætt stöðu þeirra erlendis. Þannig hefur álag það,sem lagt er á við lántökur erlendis verið lækkað verulega undanfarið. Það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Útlánatapið 24 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband